Spánn lagði Ísland í Laugardalshöll í undankeppni HM 2023, 61-80. Eftir leikinn er Ísland í 4. sæti riðilsins með fjóra sigra, einum sigurleik og 4 innbyrðisstigum frá Georgíu í þriðja sætinu, en efstu þrjú sætin fara á lokamótið sem fram fer seinna á þessu ári.
Fyrir leik
Fyrir leik kvöldsins hafði Spánn tryggt sér þátttökurétt á lokamótinu sem fram fer seinna á árinu í Indónesíu, Filippseyjum og í Japan. Ísland aftur á móti er enn í baráttu við Georgíu og Úkraínu um þriðja og síðasta farmiða riðilsins á lokamótið.
Vitað var fyrir leik að hver sem úrslit leiksins yrðu, þyrfti Ísland alltaf að ná í fjögurra stiga sigur eða stærri í síðasta leik keppninnar gegn Georgíu komandi sunnudag 26. febrúar í Tíblisi, þar sem að þar getur Ísland bæði jafnað þá að sigrum í riðlinum og kvittað fyrir 85-88 tap í fyrri leik liðanna frá því í síðasta glugga.
Það vantaði mikið af lykilmönnum þjóðana í leik kvöldsins. Spánn með nánast óþekkjanlegt lið frá því þeir unnu EuroBasket með sínu sterkasta liði síðasta vor og hjá Íslandi vantaði Elvar Már Friðriksson, Ólaf Ólafsson, Hauk Helga Pálsson og Kristófe Acox, sem allir eru þó líklegir til þess að vera með í lokaleiknum á sunnudaginn. Í ofanálag vantaði líka enn einn besta leikmann þjóðarinnar Martin Hermannsson, sem verið hefur að jafna sig á alvarlegum meiðslum síðastliðin misseri.
Fyrri leikur liðanna í riðlinum fór fram þann 24. ágúst á síðasta ári. Þá var Spánn með sitt sterkasta lið, sem nokkrum vikum seinna fór og varð Evrópumeistari. Ísland tapaði þeim leik með 30 stigum, 87-57, þar sem að Elvar Már var stigahæstur fyrir Ísland með 14 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson bætti við 11 stigum.
Gangur leiks
Ísland byrjar með Ægir, Kára Jón, Tryggvi og Strymir.
Ísland vinnur uppkastið. Leikurinn byrjar á tröðslu frá Tryggva en Spánverjarnir tvöfalda strax á hann í byrjun leiks. Íslenska liðið er ekki með ryenslumesta liðið inná og ber svoldið á óöryggi í byrjun leiks. Leikhlutin endar 19-22 og spánverjar eru 4 af 4 í þristum í fyrsta leikhluta. Í stöðunni 28-29 sjá heimsmeistararnir ástæðu til að taka leikhlé 6 mínútur eftir af hálfleiknum.
Craig hefur fundið blöndu sem þorir á móti þessu sterka liði. Arnar gefur tóninn og Jón fyrlgir eftir og er fljótlega komin með jafnmörg stig og Tryggvi sem hefur dregið vagninn fyrir liðið. En við verðum að fá framlag frá fleirrum svo opnist fyrirTryggva inní teig. Leikhléið virkar því Craig endar á að taka leikhlé og skrar Íslenska liðið ekki stig í 3 mínútur. Fyrri hálfleikur endar 33-43 fyrir Spán.
Ísland er þó ótrúlegt megi vitrðast að vinna frákastabaráttuna en eru 2 af 10 í þristum en 10 af 17 í tveggja stiga. Atkvæðamestir hjá íslandi eru Jón Axel og Tryggvi báðir með 10 stig en flott framlög frá Ægir og Arnari einnig hefur gamli maðurinn Hlynur og Hjálmar átt góðar mínútur. Hjá Spán eru Salvo með 12 stig en þetta Spænska lið hefur mjög góða breidd.
Seinni hálfleik byrja Jón, Kári, Ægir, Kári , Tryggvi sem gefur okkur hæð og hraða í vörninni.
Ægir skorar okkar fyrstu stigin og er ákáfin í okkar mönnum mikill. Svo mikill að leikmaður spánar gefur Jóni einn olnboga til að losa sig frá honum og fær að launum óíþróttamannslega villu. Nýtinginn okkar í þriggja stiga er ekki að skána þó svo að menn séu að fá opin skot en það er lykill fyrir okkur til að opna völlinn betur.
Spánn heldur áfram að læðast frammúr og er eina leiðin í gegnum Tryggva staðan 40-50 og 4 mínútur eftir. Arnar setur þrist 43-50 og kveikir í höllinni stemingin er okkar en Spánverjar setja svo þrist á móti, svoldið saga leiksins enda við ramman reip að draga. Tryggvi fær hvíld og er Craig búin að setja flott lineup með þeim Arnari, Strymi, Þórir, Kristni og svo Hlyn framtíðar landslið Íslands með leiðsögn Hlyns Bærings. En Spánverjar eru ógnarsterkir enda heimsmeistarar hér á ferð þriðji leikhluti endar 48-62 hetjuleg barátta okkar manna engu að síður.
Fjórði leikhluti bryjar þá er Hilmar Hennings að fá sínar fyrstu mínútur í leiknum greinilegt að Craig er að gefa nýliðunum mikilvægar mínútur. Þórir ,Styrmir og Hilmar skora sín fyrstur stig staðan 54-64. Í stöðunni 57-67 tekur Craig leikhlé liðið er að sýna mikla ákefð en skotin eru ekki að detta fyrir utan en nýtingin er 12 % í þristum. Spánverjar auka bara muninn og skrýtið að segja að Ísland er samt að gefa þeim leik en ef þetta væri golf ættum við að fá 10 stig í forgjöf þeir eru bara einu til tveim númerum of stórir allavega meðan við nýtum ekki opin skot betur. Niðurstaðan, Ísland 61- 80 Spánn.
Atkvæðamestir
Stigahæstir fyrir Ísland voru Tryggvi 13 stig Jón Axel 11 Arnar og Ægir þar eftir með 10 stig hvor.
Hvað svo?
Ísland á einn leik eftir. Gegn Georgíu úti í Tíblisi komandi sunnudag 26. febrúar. Þar sem að Úkraína tapaði fyrir Ítalíu skipti leikur kvöldsins gegn Spáni ekki máli og nú þarf Ísland bara fjögurra stiga sigur gegn Georgíu á sunnudaginn til að tryggja sig á lokamótið.
Myndasafn (FIBA)
Myndasafn (Guðlaugur Ottesen)
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil