Deildarkeppni Dominos deildar kvenna lauk í kvöld með fjórum leikjum. Einungis ein staða í deildinni var óljós fyrir kvöldið en það var hvaða lið myndi hreppa fjórða sæti og komast þannig í úrslitakeppnina.
Valsarar lyftu deildarmeistaratitlinum eftir að hafa valtað yfir Snæfell í Origo höllinni. Liðið fer þar með með heimavallarétt út úrslitakeppnina úr deildarkeppninni. Snæfell missti af úrslitakeppni með tapinu.
Engu skipti því hvernig leik KR og Keflavíkur myndi fara þar sem KR var komið í úrslitakeppni með innbyrgðisviðureignina á Snæfell sér í hag. Falllið Blika börðu heldur betur frá sér gegn Stjörnunni en Garðbæingar höfðu sigur að lokum í æsispennandi leik.
Að lokum skelltu Haukar Skallagrím hressilega í síðasta leik liðanna á tímabilinu.
Lokastaða deildarinnar má finna hér.
Úrslit kvöldsins:
Dominos deild kvenna: