spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÖruggur KR sigur í DHL-höllinni

Öruggur KR sigur í DHL-höllinni

Leikur tvö í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fór fram í DHL-Höllinni í kvöld. KR stal heimavallarréttinum í síðasta leik í Keflavík og þurftu því Keflvíkingar nauðsynlega á sigri að halda til þess að vera ekki fullkomlega með bakið upp við vegg í leik þrjú á Sunnubrautinni næstkomandi fimmtudag.

Keflvíkingar urðu fyrir blóðtöku strax í upphitun þegar að ljóst varð að Mindaugas Kacinas gæti ekki spilað leikinn vegna meiðsla í baki. Einn af allra bestu leikmönnunum í þunnskipuðu liði gestanna. Eins og það sé ekki nóg að Mantas finnist ekki.

Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku KR við sér, náðu að komast 10 stigum yfir og héldu þeim mun allt til loka, lokatölur: 86 – 77.

Í liði KR var Pavel Ermolinski atkvæðamestur með 22 stig, 10 Fráköst og 5 stoðsendingar en hjá gestunum var Michael Craion öflugastur með 21 stig, 17 fráköst og 6 stoðsendingar.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Þegar að komið er í úrslitakeppni þá þarf að “exekjúta” og klára skotin inni í teig. KR-ingar voru að skora mjög vel úr sínum tveggja stiga skotum með 57% nýtingu en Keflvíkingar voru langt fyrir neðan með 36% nýtingu í tveggja stiga skotunum. Önnur tölfræði liðanna var nokkuð jöfn svo að leikurinn vannst í þessum skotum fyrir innan þriggja stiga línuna.

 

Playoff P

Besti leikmaður KR í þessum leik var Pavel Ermolinski. Tímabilið í vetur var nokkuð þungt fyrir Pavel en hann er að stíga upp núna þegar að það skiptir máli og átti frábæran leik í kvöld. 22-10-5 lína ásamt því að halda áfram að spila frábæra vörn á Michael Craion undir körfunni. Með Pavel í þessum ham eiga KR-ingar möguleika gegn flestum liðum í þessari úrslitakeppni.

 

Hvað næst?

KR getur klárað seríuna næsta fimmtudag með sigri, með því að loka seríunni 3-0 myndu þeir líka fá nokkra aukadaga í hvíld fyrir sína menn. Keflvíkingar þurfa hins vegar að rífa sig í gang og vinna á fimmtudaginn. Tap og það er sumarfrí á Sunnubrautinni. Ég skora á alla Keflvíkinga að mæta (og Mantas líka) því þessi verður svakalegur.

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -