spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSláturhúsið stóð undir nafni í dag

Sláturhúsið stóð undir nafni í dag

Blikar mættu í heimsókn í Blue höllina í Keflavík í dag. Blikar eru sem stendur í neðsta sæti og eru fallnar úr úrvalsdeild líkt og karlaliðið tapi þær einum leik í viðbót. Keflavík er í öðru sæti og þurfti einn sigur til að tryggja það og þannig heimavallarréttinni í úrslitakeppninni.

Blikastúlkur áttu fyrstu körfuna í leiknum en Keflavíkurstúlkur tóku forystuna og héldu henni út fyrsta leikhlutann. Kelavíkurstúlkur fóru hamförum á vellinum fyrstu mínúturnar og komust mest 15 stigum yfir. Blikastúlkur náðu aðeins að klóra í bakkann þegar leið á leikhlutann. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25 – 17.

Annar leikhluti var jafn framanaf. Liðin skiptust á að skora. Keflvíkingar héldu í forystuna sem þær sköpuðu sér í fyrsta leikhluta. Keflavíkurstúlkur voru þó betri á loka sekúndunum og náðu að bæta aðeins í forystu sína. Staðan í hálfleik 51 – 39.

Báðum liðum gekk illa að brjóta ísinn í þriðja leikhluta en það tók liðin um tvær og hálfa mínútu að setja körfu. Stigin voru ekki mörg í leikhlutanum. Bæði lið að spila fína vörn og sóknaleikurinn frekar stífur á löngum köflum. Keflvíkingar náðu að setja nokkrar körfur í lokinn og bættu því við forystu sína. Staðan fyrir fjórða leikhluta 66 – 47.

Keflavík setti fyrstu körfuna en lítið var skorað fyrstu mínúturnar. Ivory Crawford fékk fimmtu villu sína eftir um 3 mínútna leik og lauk þar sinni þátttöku í leiknum. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið spennandi. Keflavík tók forystuna í fyrsta leikhluta og leiddi leikinn allan tímann. Byrjunarlið Keflavík kom lítið við sögu í leikhlutanum og Blikar náðu aðeins að laga stöðuna síðustu mínúturnar. Lokatölur 81 – 69.

Byrjunarlið:

Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Brittanny Dinkins.

Breiðablik: Sanja Orazovic, Telma Lind Ásgeirsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Ivory Crawford og Björk Gunnarsdóttir.

Þáttaskil:

Frábær fyrsti leikhluti gaf tóninn hjá Keflavík og þær héldu öllum völdum á vellinum til leiks loka.

Tölfræðin lýgur ekki:

Keflavík vann frákastabaráttuna örugglega og hitti mun betur en Blikarnir.

Hetjan:

Birna Valgerður Benónýsdóttir átti frábæra innkomu af bekknum fyrir Keflavík. Allt byrjunarlið Keflavíkur var gott og bekkurinn skilaði glæsilegu framlagi.

Kjarninn:

Breiðablik er fallið úr Dominos deild kvenna og Keflavík er að gíra sig upp í úrslitakeppnina.

Keflavíkurliðið er orðið heilt. Bæði Emelía Ósk og Þóranna Kika eru farnar að spila, auk þess er Sara Rún Hinriksdóttir mætt á klakkan. Það er nokkuð ljóst að þetta gefur úrslitakeppninni aðeins meira krydd.

Tölfræði

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -