spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEr KR að fara að ná í þann sjötta í röð? "Vitum...

Er KR að fara að ná í þann sjötta í röð? “Vitum að við erum með púslin”

Úrslitakeppni Dominos deildar karla hófst í gærkvöldi tveimur leikjum. Í kvöld fara svo hin tvö einvígi 8 liða úrslitanna af stað. Karfan mun að sjálfsögðu hita upp fyrir einvígi dagsins með því að birta viðtöl við þjálfara og leikmenn liðanna allra. Röðin er komin að KR.

KR endaði í fimmta sæti deildarkeppninnar, þó aðeins tveimur sigurleikjum frá toppsætinu. Íslandsmeistarar síðustu ára fóru í gegnum einhverjar breytingar síðasta vor. Þar sem kannski hæst bar að Ingi Þór Steinþórsson tók við þjálfarastöðu liðsins af Finn Frey Stefánssyni.

Máttur KR í vetur verið einstaklega mikill á köflum, þar sem þeir meðal annars binda endi á langa sigurgöngu deildar og bikarmeistara Stjörnunnar í þriðju síðustu umferðinni. Þess á milli hafa þeir verið, eins og svo mörg önnur lið efri hlutans, mistækir.

Breytingar á hóp liðsins í vetur hafa þó verið góðar og má sjá þess merki að þessir Íslandsmeistarar síðustu fimm ára hafi frekar sótt í sig veðrið en hitt eftir því sem á leið á tímabilið. Með mögulega eitt reynslumesta lið sem farið hefur inn í úrslitakeppnina, eru þeir til alls líklegir.

Leikir Keflavíkur gegn KR í vetur hafa verið hin besta skemmtun. Báðir réðust þeir á síðustu mínútu leiksins, þar sem Keflavík sigraði á Sunnubrautinni, en KR í Vesturbænum. Þessi lið mættust síðast í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum. Þar fór KR með sigur af hólmi í 8 liða úrslitum, 3-1, áður en þeir fóru síðan alla leið og urðu meistarar.

KR eru Íslandsmeistarar síðustu fimm ára. Afrek sem verður líklega ekki unnið aftur svo lengi sem einhver sem er að lesa þessa umfjöllun er á lífi. Hafa þeir það sem þarf til þess að ná í þann sjötta? Án nokkurs vafa. Mikið veltur það þó á hversu mikið eldri leikmenn liðsins geta lagt af mörkum í þessari úrslitakeppni.

Leikstjórnandinn Mike Di Nunno og framherjarnir Julian Boyd og Kristófer Acox munu skila sínu. Spurningin er hversu miklu Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinski og Helgi Már Magnússon ná að bæta við. Séu þeir tilbúnir og klárir í þessa úrslitakeppni, á liðið virkilega góða möguleika á að halda Sindrastálinu í Frostaskjólinu í allavegana eitt ár í viðbót.

Leikirnir í einvíginu:

Leikur 1 – 22. mars: Keflavík KR – Blue Höllin
Leikur 2 – 25. mars: KR Keflavík – DHL Höllin
Leikur 3 – 28. mars: Keflavík KR – Blue Höllin
Leikur 4 – 30. mars: KR Keflavík – DHL Höllin (ef þarf)
Leikur 5 – 1. apríl: Keflavík KR – Blue Höllin (ef þarf)

Nánar var kafað ofan í einvígið í Podcast þætti Körfunnar frá því fyrr í vikunni. 

Viðtöl við KR-ingana Inga Þór Steinþórsson og Kristófer Acox er að finna hér fyrir neðan:

Fréttir
- Auglýsing -