Leikmaður Snæfells, Kristen McCarty, var ekki með sínum konum sem léku gegn Skallagrím í Borgarnesi í 26. umferð Dominos deildar kvenna í gærkvöldi. Það kom þó ekki að sök, en Snæfell vann leikinn með 71 stigi gegn 63.
Kristen var ekki með vegna höfuðhöggs sem hún varð fyrir í leik gegn Keflavík þann 6. mars síðastliðinn. Síðan þá hafði hún leikið tvo leiki gegn Stjörnunni og KR, en tók svo ekki þátt í gær. Samkvæmt leikmanninum sjálfum er hún þó vongóð að ná næsta leik, sem er gegn Val komandi þriðjudag. Segir hún þó að það fari eftir því hversu vel hún nær sér á næstu dögum.
Kristen hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar það sem af er tímabili. Skilað 29 stigum, 14 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í þeim 25 leikjum sem hún hefur spilað.
Snæfell er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 30 stig, jafn mikið og KR sem er í 4. sætinu, en með verri innbyrðisstöðu.