spot_img
HomeFréttirJón Axel frábær er Davidson færðist nær Mars fárinu

Jón Axel frábær er Davidson færðist nær Mars fárinu

Úrslitakeppni Atlantic 10 hófst í gærkvöldi þar sem okkar maður Jón Axel Guðmundsson og lið hans Davidson fóru vel af stað.

Davidson mætti liði Saint Joseph’s í átta liða úrslitum í gær þar sem Davidson vann góðan sigur 70-60. Jón Axel var að vanda öflugur í leiknum endaði með 18 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Að vanda var Jón Axel öflugur á lokasprettnum og stýrði liði Bob McKillip frábærlega.

Davidson mætir því liði Saint Louis í kvöld í undanúrslitum en bróðir Jóns Ingvi lék með liðinu fyrir áramót. Úrslitaleikur mótsins fer fram á morgun þar sem liðið sem sigrar fer í Mars fárið.

Liðið með besta árangurin í deildinni í vetur VCU féll óvænt úr leik í gær gegn Rhode Island. Sem þýðir að það er dauðafæri fyrir Davidson að endurtaka leikinn frá því í fyrra og komast í úrslitakeppni háskólaboltans, Mars fárið.

Fréttir
- Auglýsing -