Ísland tekur á móti Spáni í Laugardalshöll í kvöld í næst síðasta leik undankeppni HM 2023. Síðasti leikur þeirra verður svo gegn Georgíu úti í Tíblisi komandi sunnudag 26. febrúar.
Möguleikar Íslands á að tryggja sig áfram og á lokamótið eru ennþá raunverulegir þrátt fyrir tvö erfið töp í síðasta glugga keppninnar. Fyrir leikinn eru Georgía og Ísland jöfn að sigrum með fjóra á meðan að Úkraína er einum sigurleik fyrir aftan með þrjá, en liðin þrjú berjast um síðasta sætið inn á lokamótið úr L riðil.
Karfan kom við á æfingu hjá liðinu í gær og ræddi við leikmann liðsins Jón Axel Guðmundsson um leikina tvo, möguleika Íslands og hvernig liðið hefur náð að undirbúa sig þessa síðustu daga.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil