spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLeikir dagsins: Margt óráðið fyrir lokaumferð Dominos deildar karla

Leikir dagsins: Margt óráðið fyrir lokaumferð Dominos deildar karla

Lokaumferð Dominos deildar karla fer fram í kvöld með sex leikjum.

ÍR heimsækir Grindavík í Mustad höllina, KR og Breiðablik mætast í DHL höllinni, Skallagrímur heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna, Tindastóll og Keflavík mætast í Síkinu, Þór heimsækir Val í Origo höllina og þá mætast Stjarnan og Haukar í DB Schenker höllinni í Hafnarfirði.

Einhver spenna verður á nokkrum stöðum í kvöld. Þar sem enn er ekki í raun ráðið nema eitt sæti í úrslitakeppninni, Þór verða nokkuð örugglega í sjötta sætinu. Stjarnan getur unnið deildarmeistaratitilinn með því að leggja Hauka í kvöld, geri þeir það ekki, verður það að teljast líklegt að Njarðvík komist upp fyrir þá með sigri á Skallagrím.

Baráttan um þriðja til fimmta sætið er einnig galopin. Ræðst þó að miklu leyti með leik Tindastóls og Keflavíkur. Sigri Tindastóll leikinn klára þeir deildina í þriðja sætinu, fari hinsvegar svo að Keflavík vinni, verður það Keflavík og Tindastóll (gefið að KR vinni Breiðablik) fellur niður í fimmta sætið.

Þá er hreinn úrslitaleikur um sjöunda sætið í úrslitakeppninni í Grindavík þar sem heimamenn etja kappi við ÍR.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

 
Dominos deild karla:
 
Grindavík ÍR – kl. 19:15
 
KR Breiðablik – kl. 19:15
 
Njarðvík Skallagrímur – kl. 19:15
 
Tindastóll Keflavík – kl. 19:15
 
Valur Þór – kl. 19:15
 
Haukar Stjarnan – kl. 19:15
Fréttir
- Auglýsing -