spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValsmönnum slátrað í Keflavík

Valsmönnum slátrað í Keflavík

Keflvíkingar tóku á móti Val í kvöld í Blue höllinni. Keflvíkingar eru í baráttu um 3-4 sætið og þurftu stig í kvöld. Valsmenn hins vegar eru öruggir með sæti í úrvalsdeildinni á næsta ári en gátu með sigri enn þá átt fjarlægja von um að komast í úrslitakeppnina.

Gestirnir byrjuðu betur og komust mest 6 stigum yfir. Heimamenn sóttu síðan fast að Val og jöfnuðu leikin fjórum sinnum áður en þeir komust í fyrsta sinn yfir þegar tæpar 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Keflvíkingar bjuggu sér til ágæta forystu síðustu mínúturnar. Staðan eftir fyrsta leikhluta 28 – 21.

Keflvíkingar voru mun sterkari í öðrum leikhluta og héldu Val vel frá sér allan leiklhutann. Staðan í hálfleik 56 – 41.

Keflavík byrjaði þriðja leikhlutann með látum. Settu fyrstu 9 stigin og eftir tæplega 5 mínútna af þriðja leikhluta voru Valsmenn enn stigalausir. Keflvíkingar voru með öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og Valsmenn virtust ráðalausir. Ágúst Björgvinsson fór ansi djúpt á bekkinn en allt kom fyrir ekki. Staðan fyrir fjórða leikhluta 82 – 54.

Fjórði leikhluti var nokkuð rólegur, bæði lið gerðu sér grein fyrir hvernig þetta myndi enda. Varamenn fengu að spreyta sig mikið og Rambo setti loks stig utan af velli. Lokatölur 101 – 77.

Byrjunarlið:

Keflavík: Gunnar Ólafsson, Mindaugas Kacinas, Reggie Dupree, Hörður Axel Vilhjálmsson og Michael Craion.

Valur: Dominique Deon Rambo, Nicholas Schlitzer, Austin Magnús Bracey, Aleks Simeonov og Ragnar Ágúst Nathanaelsson.

Þáttaskil:

Um leið og Keflavík komst inn í leikinn í fyrsta leikhluta var ekki aftur snúið. Þeir áttu leikinn.

Tölfræðin lýgur ekki:

Keflavík hitti betur og tapaði miklu færri boltum en Valur.

Hetjan:

Hjá Val átti Illugi Auðunsson fína innkomu af bekknum.

Hjá Keflavík kom Ágúst Orrason funheitur af bekknum og átti glæsilegan leik. Byrjunarlið Keflavíkur setti allt 11 stig eða meira og stóð sig með prýði. Áður nefndur Ágúst, Magnús Traustason og Magnús Gunnarsson áttu allir mjög fína innkomu af bekknum.

Kjarninn:

Valsmenn byrjuðu vel fyrstu mínúturnar og síðan ekki söguna meir. Keflavík tók öll völd á vellinum og hélt þeim til leiksloka. Keflvíkingar geta verið ánægðir með framlag allra byrjunarliðsmanna auk þess að fá flott framlag frá þrem af bekknum. Valsmenn þurfa miklu betra framlag frá byrjunarliðinu.

Tölfræði

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -