spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞórsarar aftur á sigurbraut

Þórsarar aftur á sigurbraut

Þórsarar tóku á móti Haukum í Þorlákshöfn í fyrsta leik kvöldsins. Fyrr í dag bárust þær fregnir að þjálfari Hauka, Ívar Ásgrímsson, myndi ekki halda áfram með liðinu á næsta tímabili. Haukar hafa átt ansi sveiflukennt tímabil og þurftu þeir á sigri að halda í kvöld til að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Aftur á móti hefur Þór verið á mikilli siglingu og fullir sjálfstrausts.

Því miður varð ljóst ansi snemma leiks að ekki væri útlit fyrir spennandi keppni í kvöld. Þórsarar komu mun grimmari og ákveðnari til leik og í raun var það saga leiksins en ekki að þarna væru Haukar mættir til að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni. Þórsarar voru einfaldlega betri á báðum endum vallarins í kvöld og spiluðu saman sem lið allan tímann. Lokatölur leiksins voru Þór 99 – 76 Haukar og því verður leikurinn næsta fimmtudag á Ásvöllum í síðasta skiptið sem Ívar stýrir Haukaliðinu.

Tölfræði leiks

Þór Þ.-Haukar 99-76 (26-9, 35-24, 14-23, 24-20)

Þór Þ.: Halldór Garðar Hermannsson 22/6 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 19/5 fráköst, Kinu Rochford 17/14 fráköst/4 varin skot, Jaka Brodnik 15/13 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Emil Karel Einarsson 5/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 4/6 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 4, Magnús Breki Þórðason 3, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 0.

Haukar: Russell Woods Jr. 20/6 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Daði Lár Jónsson 12/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 9/6 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 7, Haukur Óskarsson 3, Ívar Barja 3/4 fráköst, Óskar Már Óskarsson 2, Kristján Leifur Sverrisson 1, Magni Marelsson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Alex Rafn Guðlaugsson 0.

 

 

Viðtöl:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -