Heil umferð fer fram í 1. deild karla þar sem línur geta heldur betur skýrst í kvöld. Þór Ak getur nefnilega tryggt sæti sitt í Dominos deildinni að ári með sigri í Stykkishólmi.
Þór hefði getað tryggt sér sigurinn með sigri á Hamri í síðustu umferð en Hvergerðingar voru gríðarlega sterkir í þeim leik. Fyrir leiki kvöldsins eru tvær umferðir eftir þar sem Þór Ak hefur tveggja stiga forskot á Fjölni í öðru sæti.
Þór Ak hefur betur í innbyrgðis viðureign liðanna og getur Fjölnir því ekki komist uppfyrir Akureyringa fari svo að liðin verði jöfn að stigum. Snæfell hefur hinsvegar einungis unnið einn leik í deildinni til þessa.
Því má segja að líkurnar séu með Þór í kvöld þegar liðið getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn og þar með endurheimt sæti sitt í 1. deild karla á ný.
Viðtal Þór TV við Lárus Jónsson þjálfara Þór má finna hér að neðan:
Leikir dagsins:
- deild karla:
Snæfell – Þór Ak. kl 19:15
Vestri – Hamar kl 19:15
Selfoss – Sindri kl 19:15
Fjölnir – Höttur kl 20:30
Mynd, viðtal: Palli Jóh – Thorsport.is