spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaGrindavík lagði nýliða ÍR örugglega suður með sjó

Grindavík lagði nýliða ÍR örugglega suður með sjó

Grindavík lagði nýliða ÍR í HS Orku Höllinni í kvöld í 21. umferð Subway deildar kvenna, 77-62. Eftir leikinn er Grindavík í 5. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan að ÍR er í 8. sætinu með 2 stig.

Heimakonur í Grindavík mættu ákveðnar til leiks og leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 22-11. Undir lok fyrri hálfleiksins bæta þær svo enn í og eru komnar með 16 stiga forskot þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 42-26.

Gestirnir úr Breiðholti ná aðeins betur að halda í við Grindavík í upphafi seinni hálfleiksins. Ná þó lítið sem ekkert að vinna niður muninn, sem enn var 15 stig fyrir lokaleikhlutann, 60-45. Í honum gera þær svo áfram vel að missa heimakonur ekki frá sér, en komast aldrei inn fyrir 10 stigun. Niðurstaðan að lokum nokkuð öruggur 15 stiga sigur Grindavíkur, 77-62.

Atkvæðamest í liði Grindavíkur var Danielle Rodriguez með 21 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Þá bætti Elma Dautovic við 15 stigum og 14 fráköstum.

Fyrir nýliða ÍR var það Greeta Uprus sem dró vagninn með 18 stigum, 12 fráköstum og 5 stoðsendingum. Henni næst var Nína Jenný Kristjánsdóttir með 12 stig og 5 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Væntanlegt – Ingibergur Þór)

Fréttir
- Auglýsing -