Það styttist í annan endan á tímabilinu í háskólaboltanum þar sem íslendingarnir eru áfram í eldlínunni.
Lovísa Björt Henningsdóttir hefur leikið vel með Marist síðustu vikur og virðist vera búin að ná sér fullkomlega eftir erfið meiðsli sem hrjáðu hana á síðustu leiktíð. Marist mætti Quinnipiac á laugardag þar sem Lovísa kom inná af bekknum og lét heldur betur til sín taka.
Lovísa endaði með 19 stig og var næststigahæst í liði Marist. Hún var einnig með 2 fráköst og hitti frábærlega. Þar af var hún með fimm þriggja stiga körfur í sjö tilraunum og var algjörlega á eldi fyrir utan.
Marist hefur unnið 19 leiki og tapað 9 á tímabilinu og leikið vel. Tveir leikir eru eftir að tímabilinu áður en úrslitakeppnin hefst.
Hefur þú áhuga á að fjalla um frammistöðu íslensku leikmannanna í háskólaboltanum? Eða háskólaboltann yfir höfuð. Karfan leitar að pennum, áhugasamir sendi tölvupóst á [email protected].