spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaLele Hardy spilað sinn síðasta leik fyrir Hauka

Lele Hardy spilað sinn síðasta leik fyrir Hauka

Bandaríski leikmaðurinn LeLe Hardy hefur yfirgefið Hauka og mun ekki leika áfram með liðinu í Dominos deild kvenna. Þetta staðfestir Ólöf Helga Pálsdóttir þjálfari Hauka í samtali við Körfuna.

Hardy sneri aftur til Hauka fyrir tímabilið en hún lék einnig með liðinu 2013-2015. Hún var valin besti erlendi leikmaður efstu deildar þrjú ár í röð 2011-2014 er hún lék með Njarðvík og Haukum. Lele Hardy hefur unnið titla með Njarðvík og Haukum og gerðu flestir ráð fyrir að um mikinn hvalreka væri að ræða fyrir Hauka.

Haukar munu því leika án bandarísks leikmanns en hin hollenska Klaziena Guijt verður áfram hjá félaginu.

LeLe var 21,4 stig, 14,4 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Hauka en liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar. Haukar mæta heimsækja liðið fyrir ofan sig á töflunni í kvöld, Skallagrím kl 19:15 í Borgarnesi.

Fréttir
- Auglýsing -