Stjarnan varð bikarmeistari í 9. flokki drengja með sannfærandi sigri á Haukum í úrslitaleiknum sem fram fór fyrr í dag. Stjarnan leiddi allan leikinn en Haukar gáfust aldrei upp. Lokastaðan 72-54 fyrir Stjörnunni sem fagnaði innilega í leikslok.
Þáttaskil:
Það skildi á milli liðanna í öðrum leikhluta þar sem Stjarnan setti 28 stig á Haukana. Sóknarleikur Stjörnunnar var agaður og skynsamari á meðan sóknarleikur Hauka var meira hnoð og einstaklingsmiðaður. Stjarnan var komin í góða forystu í hálfleik sem gerðu Haukum erfitt fyrir að komast aftur inní leikinn.
Tölfræðin lýgur ekki:
Stjarnan var með 17 stoðsendingar gegn 6 hjá Haukum. Það sýnir sig best á því hversu betri liðsbolta Stjarnan spilaði þar sem liðið lét boltann vinna fyrir sig. Þá hitti Stjarnan mun betur heilt yfir í leiknum.
Hetjan:
Óskar Gabríel Guðmundsson átti virkilega góðan dag fyrir Stjörnunar. Hann var yfirvegaður á boltanum og setti frábærar körfur. Óskar endaði með 31 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar. Hann var að auki valinn besti maður leiksins eftir leik.
Hjá Haukum var Ágúst Goði Kjartansson óstöðvandi á köflum en hann endaði með 37 stig. Þriðji leikhluti var hreint magnaður hjá honum þar sem hann var með 22 stig.
Viðtal við leikmann bikarúrslitanna: