Valur vann fyrr í dag fyrsta bikarmeistaratitil í sögu meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Liðið mætti Stjörnunni og vann að lokum sannfærandi 74-90, meira má lesa um leikinn hér.
Á heimavelli Vals að Hlíðarenda er veggur þar sem titlar félagsins eru taldir upp í knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Meistaraflokkur kvenna hafði fyrir daginn í dag ekki unnið titil og var þeirra veggur því tómur.
Titlarnir eru taldir upp með ártölum og settu fyrirliðar liðsins Hallveig Jónsdóttir og Guðbjörg Sverrisdóttir nýjasta ártalið á vegginn í kvöld.
Myndband af þessu má sjá í tísti frá Helenu hér að neðan.
History made!! ❤️ pic.twitter.com/THyvFwBvDi
— Helena Sverrisdottir (@HelenaSverris) February 16, 2019