spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKofi Josephs yfirgefur Breiðablik

Kofi Josephs yfirgefur Breiðablik

Breiðablik hefur gefið Kofi Omar Josephs leyfi til að yfirgefa félagið og semja við lið í Svíþjóð. Sænska félagið Nässjö Basket greinir frá því á heimasíðu sinni í gær að Josephs hafi samið við liðið.

Josephs lék sjö leiki með Breiðablik en hann kom til liðsins eftir áramót. Í þeim leikjum er hann með 18,1 stig að meðaltali í leik.

“Kofi er mikill íþróttamaður, góður frákastari og skotmaður. Einnig teljum við að hann geti varist nokkrum stöðum á vellinum” segir Jordi Juste þjálfari sænska liðsins á heimasíðu liðsins.

Josephs lék á síðustu leiktíð með Glasgow Rocks og hefur einnig leikið á Spáni. Breiðablik situr í neðsta sæti Dominos deildar karla með einn sigur en þjálfari liðsins hefur gefið út að þar á bæ séu menn að undirbúa næsta tímabil í 1. deild.

Fréttir
- Auglýsing -