Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í Scotiabank höllinni í Toronto lögðu heimamenn í Raptors lið Brooklyn Nets, 127-125. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn hin besta skemmtun. Var það að lokum karfa Kawhi Leonard þegar um 4.4 sekúndur voru eftir sem að skildi liðin að.
https://www.youtube.com/watch?v=WeXmo06FxNA
Kawhi atkvæðamestur heimamanna í leiknum með 30 stig og 8 stoðsendingar. Fyrir gestina frá Brooklyn var það stjörnuleikmaðurinn D´Angelo Russell sem dróg vagninn með 28 stigum, 7 fráköstum og 14 stoðsendingum.
https://www.youtube.com/watch?v=OKCQymeoU20
Úrslit næturinnar:
New York Knicks 104 – 107 Cleveland Cavaliers
Washington Wizards 112 – 121 Detroit Pistons
Charlotte Hornets 90 – 99 Indiana Pacers
Brooklyn Nets 125 – 127 Toronto Raptors
Milwaukee Bucks 112 – 99 Chicago Bulls
Dallas Mavericks 104 – 120 Houston Rockets
LA Clippers 120 – 130 Minnesota Timberwolves
Portland Trail Blazers 111 – 120 Oklahoma City Thunder
Miami Heat 87 – 103 Denver Nuggets