spot_img

Lykill: Kiana Johnson

Lykilleikmaður 19. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður KR, Kiana Johnson. Á rétt tæpum 38 mínútum spiluðum í stórsigri liðsins á Breiðablik skilaði Johnson einhverri bestu frammistöðu leikmanns það sem af er vetri, 68 framlagsstigi. Í heildina skoraði hún 50 stig, 16 fráköst, 10 stoðsendingar og 5 stolnir boltar. Þá var hún nokkuð skilvirk í leiknum, með 67% skotnýtingu úr þeim 30 skotum sem hún tók af vellinum.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Snæfells, Kristen McCarthy, leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir og leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez.

Fréttir
- Auglýsing -