Lykilleikmaður 19. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður KR, Kiana Johnson. Á rétt tæpum 38 mínútum spiluðum í stórsigri liðsins á Breiðablik skilaði Johnson einhverri bestu frammistöðu leikmanns það sem af er vetri, 68 framlagsstigi. Í heildina skoraði hún 50 stig, 16 fráköst, 10 stoðsendingar og 5 stolnir boltar. Þá var hún nokkuð skilvirk í leiknum, með 67% skotnýtingu úr þeim 30 skotum sem hún tók af vellinum.
Aðrar tilnefndar voru leikmaður Snæfells, Kristen McCarthy, leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir og leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez.
Lykilleikmaður 19. umferðar Dominos deildar kvenna? #korfubolti
— Karfan (@Karfan_is) February 6, 2019