spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍR endurheimti úrslitakeppnissætið með naumum sigri á Val

ÍR endurheimti úrslitakeppnissætið með naumum sigri á Val

ÍR komst aftur í úrslitakeppnissæti eftir sigur á Val í æsispennandi leik þar sem Breiðhyltingar unnu á lokasprettinum. Lokastaðan 82-83 í Origo Höllinni í 18. umferð Dominos deildar karla.

Umfjöllun um helstu þætti leiksins hér að neðan:

Frábærir og ömurlegir

Frammistaða Vals var stórskrýtin. Liðið gat verið eins frábært og það var ömurlegt, bara í þessum eina leik. Valsmenn voru kaflaskiptir allan leikinn, komust reglulega aftur inní leikinn en töpuðu honum strax niður í ný. Ákvarðanataka liðsins var á köflum algjör katastrófa, slök skot og sóknir. Á móti náði liðið frábærum köflum þar sem allar ákvarðanir voru frábærar.

Mikilvægur sigur ÍR

Sigur Hauka í gær þýddi að ÍR var dottið niður í 9. sæti deildarinnar og ekki í úrslitakeppni. Það þýddi að leikur kvöldsins var gríðarlega mikilvægur fyrir ÍR. Liðið virtist vera samheldnara en í síðustu leikjum og ákveðnari í að sækja sigurinn. Vörn liðsins var heilt yfir mjög fín en sóknin á köflum hugmyndasnauður. Framundan er bikarkeppnin hjá ÍR sem gæti verið tækifæri til að snúa stemmningunni og enda tímabilið með glans.

Hvaða lið fagnaði í lok leiks? – Furðulegur endir

Óíþróttamannsleg villa og mikið að vítum á síðustu mínútunni gerði það að verkum að Valur átti séns á að jafna leikinn í lokin. Tvö víti Sigurkarls þegar 1,9 sekúndur voru eftir komu muninum hinsvegar í fjögur stig. Aleks Simeonov setti þá ævintýralega körfu frá eigin vallarhelming og bæði lið fögnuðu. Valsmenn héldu að þeir hefðu jafnað leikinn en ÍR fagnaði sigri, Breiðhyltingar urði steinhissa en eftir stutt spjall var ljóst að ÍR hefði unnið leikinn. Stórskemmtilegt augnablik sem toppaði skrýtin körfuboltaleik.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Ólafur Þór)

Viðtöl eftir leik:

Fréttir
- Auglýsing -