spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAll-star stigaskor í höfninni

All-star stigaskor í höfninni

Breiðablik heimsótti Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Fyrir leikinn sátu Blikar í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig en Þórsarar hafa verið á góðri siglingu í átt að heimaleikjarétti í úrslitakeppninni.

Það áttu því flestir von á heimasigri og í raun kom aðeins eitt á óvart og var það nær áþreifanlegt vonleysi og uppgjöf Breiðabliks. Til að tala hreint út þá mætti annað liðið í kvöld til að spila körfubolta á meðan hitt liðið virtist eingöngu hafa mætt til þess að gefa ekki leikinn. Með fullri virðingu fyrir gestunum þá hefðu þeir allt eins getað gefið þennan leik því niðurlægingin var nær óþægileg á köflum.

Á sama tíma verður það ekki tekið frá liði Þórs að þeir spiluðu frábærlega í kvöld óháð því hversu mikil eða lítil mótstaðan var á vellinum. Leikgleðin skein í gegn og var virkilega gaman að sjá reynsluminni leikmenn fá fullt af mínútum og tækifæri sem þeir nýttu vel.

Það er erfitt að skrifa eitthvað um gang leiksins þegar lokatölur voru 132-93. Auk þess er algjör óþarfi að velta sér upp úr spilamennsku Blikanna því þeir sáu einfaldlega um eigin niðurlægingu í kvöld.

Þór Þ. – Breiðablik 132-93 (38-20, 28-28, 37-21, 29-24)
Þór Þ.: Nikolas Tomsick 25/6 fráköst/9 stoðsendingar, Halldór Garðar Hermannsson 22/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jaka Brodnik 20/7 fráköst, Kinu Rochford 18/17 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 18/4 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 9/4 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 7, Ragnar Örn Bragason 5, Benedikt Þorvaldur G. Hjarđar 5, Benjamín Þorri Benjamínsson 3, Magnús Breki Þórđason 0, Sæmundur Þór Guðveigsson 0.
Breiðablik: Kofi Omar Josephs 17/5 fráköst, Arnór Hermannsson 11, Hilmar Pétursson 11, Árni Elmar Hrafnsson 10/6 fráköst, Snorri Vignisson 10, Þröstur Kristinsson 9/7 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 8, Erlendur Ágúst Stefánsson 5, Matthías Örn Karelsson 5, Tómas Steindórsson 4/6 fráköst, Brynjar Karl Ævarsson 3, Hafþór Sigurðarson 0.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Friðrik Árnason, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson

Fréttir
- Auglýsing -