spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMáté spáir í 18. umferð Dominos deildar karla

Máté spáir í 18. umferð Dominos deildar karla

 

Í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verða fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhver allt annar.

Átjánda umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Nokkur spenna er að myndast á flestum vígvöllum deildarinnar og línur farnar að skýrast.

Spámaður vikunnar er Máté Dalmay þjálfari Hamars. Máté þjálfar einnig yngri flokka hjá KR en hann stýrði liði Gnúpverja uppí 1. deild og með góðum árangri í þeirri deild á síðustu leiktíð.

________________________________________________________________________

Njarðvík – Grindavík

Ég sá Njaðrvíkinga skella í lás í Vesturbænum á mánudaginn og spái byggt á því sem ég sá að  hressleiki Grindvíkinga taki U-beygju og aftur til leiðinlegri tíma um miðjan 2. leikhluta. Þægilegur heimasigur 88 – 75.

Þór.Þ – Breiðablik

Þórsarar koma ískaldir til leiks gegn 2-3 svæði Blika kastandi upp múrsteinum, liðin munu fara jöfn inn í hálfleik, 42-42. Þegar líður á seinni hálfleikinn mun byrja draga af mínum fyrrum fyrirliða í hjarta varnarinnar, Tómasi Steindórs. Það opnar möguleika fyrir Keenu Rockford og Þórsarar sigla heim þægilegum 112 – 86 stiga sigri.

Keflavík – Skallagrímur

Eins mikið og ég myndi vilja sjá rosalega fallbaráttu með sigri gestana þá held ég að run Finns verði ekki lengri en þessir tveir sigurleikir í röð. Keflvíkingar vinna nokkuð þægilegan sléttan 90 80 sigur.

Haukar – KR

KR voru frábærir í seinni hálfleik fyrir Norðan og slakir í seinni hálfleik gegn Njarðvík heima á mánudaginn. Þeir verða því góðir á Völlunum samkvæmst stærðfræðinni. Ég held að hægi varnarsinnaði agaði körfubolti Haukana henti KR-ingum þægilega. 73 – 84 fyrir KR.

Valur – ÍR

Þetta er mest 50-50 leikur umferðarinnar að mínu mati. Spái framlengingu, 84-84.

Ég held að þetta ráðist í síðustu sókninni og að þessu sinni ólíkt síðasta leik þegar Tomsick skoraði fyrir Þórsara þá verði það ÍR sem steli sigrinum eftir side-step back skot frá Capers.

Tindastóll – Stjarnan

Þetta er leikur sem ég væri til í að horfa á en verð upptekinn að kljást við Sindramenn í Frystikistunni, tek hann á á flakkinu heima frá byrjun og til enda.

Ég spái því að heimamenn byrji með látum og nái góðri forystu í byrjun leiks, Arnar mun um miðbik 2.leikhluta labba inná völlinn og gera allt vitlaust í Síkinu. Glundroðinn sem skapast verður nóg til að slá heimamenn út af laginu og reynslumikið atvinnumannalið Garðbæinga vinnur 11 stiga sigur 82-93.

Lokastaða deildarinnar spá:

1. Stjarnan

2. Njarðvík

3. KR

4. Tindastóll

5. Keflavik

6. Þór

7. ÍR

8. Grindavík

9. Haukar

10. Valur

11. Skallagrímur

12. Breiðablik

Spámenn tímabilsins: 

Fréttir
- Auglýsing -