spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMyndasafn: Vörn Skallagríms skóp sigur á Haukum

Myndasafn: Vörn Skallagríms skóp sigur á Haukum

Borgnesingar róa lífróður í Dominos deild karla þessa dagana og þurfti liðið á tveimur stigum að halda þegar Hafnfirðingar mættu í Fjósið í kvöld.

Skallagrímsmenn virtust mæta mun ákveðnari til leiks í kvöld heldur en í síðasta leik liðsins á föstudag. Haukar sem eru enn án Kristins Marínóssonar voru einnig öflugir og ljóst strax í upphafi að lítið myndi vera á milli þessara liða í kvöld.

Að lokum fór svo að Borgnesingar náðu í eins stigs sigur 80-79 þar sem Skallagrímur sýndu meiri ró og ákveðni á lokasprettnum. Hafnfirðingar áttu prýðisdag í dag en fóru illa að ráði sínu þegar mest á reyndi.

Segja má að vörn Borgnesingar hafi skapað sigurinn í kvöld þar sem liðið small vel saman. Lykilatriði í því var að liðið lokaði teignum vel og gekk Haukum illa að koma boltanum inná Russell Woods. Hárrétt dagskipun hjá Borgnesingum sem hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru tveimur stigum frá Val sem sitja í tíunda sætinu.

Myndasafn (Gunnlaugur Auðunn Júlíusson)

Tölfræði leiksins

Skallagrímur-Haukar 80-79 (22-21, 22-20, 22-25, 14-13)

Skallagrímur: Domogoj Samac 21/10 fráköst, Aundre Jackson 14/10 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Matej Buovac 12/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Bjarni Guðmann Jónson 5, Gabríel Sindri Möller 4, Almar Örn Björnsson 0, Bergþór Ægir Ríkharðsson 0, Anton Elí Einarsson 0, Ragnar Sigurjónsson 0.

Haukar: Hilmar Smári Henningsson 21/5 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 16/5 stoðsendingar, Russell Woods Jr. 14/8 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 9/5 fráköst, Ori Garmizo 9/7 fráköst, Daði Lár Jónsson 8, Hjálmar Stefánsson 2, Ívar Barja 0, Alex Rafn Guðlaugsson 0, Magni Marelsson 0, Óskar Már Óskarsson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson
Áhorfendur: 157

Fréttir
- Auglýsing -