Stjarnan lagði Val í gær með 107 stigum gegn 71 í 17. umferð Dominos deildar karla. Eftir leikinn er Stjarnan í 1.-2. sæti deildarinnar ásamt Njarðvík með 26 stig, búnir að sigra 9 deildarleiki í röð. Valur hinsvegar í 10. sætinu með 10 stig.
Karfan spjallaði við þjálfara Vals, Ágúst Björgvinsson, eftir leik í Mathús Garðabæjarhöllinni.