Stjórn Kkd. Umfg tók ákvörðun í dag um að reka Tiegbe Bamba. Aðspurður sagði Jóhann að samstarfið gangi einfaldlega ekki lengur upp og að hann hafi ekki staðið undir væntingum. Bamba er góður drengur og frábær íþróttamaður en hann hentar ekki leikstíl liðsins.
„Ég var búinn að vera í viðræðum við umboðsmann belgísks leikmanns og leit það vel út um tíma en því miður þá gekk það ekki upp og þ.a.l. fækkar um einn í hópnum. Það býr mikið í mínum strákum og er ég viss um að við náum núna upp gleði sem hefur verið týnd undanfarið og með henni gerast oft góðir hlutir og við siglum brattir inn í framhaldið. Hver veit nema við drögum Lalla bróður, Ómar, Helga Jónas og jafnvel Gumma Braga á flot“ sagði Jóhann með glotti.