Körfuknattleiksdeild Sindra og þjálfarinn Mike Smith hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sindri er því þjálfaralaust í 1. deild karla.
Mike Smith tók við liðinu fyrir tímabilið en liðið ætlaði að gera sig gildandi í 1. deild karla. Liðið er með einn sigur í 7. sæti deildarinnar sem síðasti sigurleikur liðsins kom 23. nóvember síðastliðinn.
Samkvæmt heimildum Körfunnar mun hinn skeleggi Skúli Ingibergur Þórarinsson stýra liðinu í kvöld þegar Sindri mætir nágrönnum sínum frá Egilsstöðum í kvöld. Ekki hefur verið tilkynnt um framtíðar þjálfara liðsins.