spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaUmfjöllun: KR valtaði yfir Snæfell - 2019 byrjar illa fyrir Hólmara

Umfjöllun: KR valtaði yfir Snæfell – 2019 byrjar illa fyrir Hólmara

KR tók á móti Snæfell í átjándu umferð Dominos deildar kvenna í kvöld. Fyrir leikin voru þetta liðin í öðru og þriðja sæti deildarinnar og því mátti búast við spennandi leik. Það varð hinsvegar alls ekki raunin og fóru nýliðar KR ansi illa með Snæfell 90-54.

Umfjöllun um helstu þætti leiksins má finna hér að neðan:

Úti er um ævintýri í fyrri hálfleik

KR mætti heldur betur til leiks og gerði nánast útaf við leikinn á upphafsmínútunum. Vörn KR var virkilega öflug og voru Hólmarar slakir í öllum sínum aðgerðum. Snæfell setti einungis 9 stig í fyrsta leikhluta en KR bætti enn í í upphafi annars leikhluta og var komið í tuttugu stiga forystu.

Þar með setti kötturinn víðfrægi uppá sér stýri og úti var ævintýri. Snæfell hresstist þegar leið á en KR ferði vel að svara öllum áhlaupum.

2019 er ekki ár Snæfells.

…hingað til. Liðið hefur einungis unnið einn leik á árinu 2019 í deildarkeppninni og tapað fjórum. Stjarnan virðist vera að gera sig gildandi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og því gæti það reynst rándýrt að fatast flugið líkt og gerst hefur hjá hólmurum síðustu vikur. Það verður því væntanlega mikil léttir í Stykkishólmi á föstudag þegar febrúar gengur í garð og þessi hrikalegi janúar verður búinn.

Frábær fyrirliði

Þrátt fyrir öruggan sigur KR þá var einn mikilvægasti leikmaður liðsins Unnur Tara í miklum meiðsla vandræðum og lék ákaflega lítið. Fyrirliði liðsins Þorbjörg Andrea steig upp í hennar stað og átti frábæran leik. Hún endaði með 20 stig og 6 fráköst af bekknum og var í raun lykill af þessum sigri KR.

KR fylgir fast á hæla Keflavíkur

Frammistaða KR í kvöld var fantagóð, liðsvörn þeirra var verulega öflug og hélt Snæfell undir 55 stigum. Þar af var Kristen McCarthy einungis með 18 stig sem er lang undir meðaltali hennar. Liðið spilar frábærlega saman og eru þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni verulega óárennilegar á dögum sem þessum. Liðið heldur enn í við topplið Keflavíkur og allt útlit fyrir æsilega toppbaráttu í deildinni.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Bára Dröfn)

Viðtöl eftir leik:

 

 

Fréttir
- Auglýsing -