Stjarnan tók á móti Keflavík í kvöld. Stjarnan sem var í þriðja sæti fyrir leikinn gat með sigri sett þrýsting á Tindastól og Njarðvík en Stjarnan á eftir að mæta báðum liðum. Keflvíkingar voru fyrir leik í 5. sæti og eru í hörku baráttu um heimavallaréttinn í úrslitakeppninni. Því var von á hörku leik milli þessa tveggja liða.
Keflvíkingar byrjuðu leikin aðeins betur, en heimamenn komust fljótlega af stað og eltu Keflvíkingar og komust svo yfir þegar rúmlega 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Heimamenn náðu að bæta aðeins í og voru komnir 5 stigum yfir þegar tæp mínúta var eftir. Gestirnir nýttu ekki sóknir sýnar síðustu mínútuna og staðan eftir fyrsta leikhluta 20 – 13.
Heimamenn byrjuðu annan leikhluta með mikilli flugeldasýningu og þegar Sverrir Þór þjálfari Keflavík tók leikhlé eftir rúmlega tveggja mínútna leik voru heimamenn búnir að eiga frábæran 12 – 2 kafla. Keflvíkingar rönkuðu aðeins við sér í kjölfarið og fóru að naga forystu Stjörnumanna niður. Heimamenn gáfu þó ekkert og Keflvíkingar þurftu að hafa fyrir hverju stigi sem þeir náðu í. Minnstur var munurinn 5 stig milli liðanna en góður endasprettur heimamanna tryggði þeim 10 stiga forystu í hálfleik. Antti Kanervo var mjög heitur í fyrri hálfleik, setti niður 4 af 7 þristum sínum og skilaði 14 stigum. Collin Anthony Pryor átti frábæra innkomu af bekknum og setti 8 stig. Mindaugas Kacinas var á eldi og var með 17 stig og 6 fráköst í fyrri. Það sást ekkert til Michael Craion í fyrsta leikhluta en hann setti 9 stig í öðrum leikhluta. Staðan í hálfleik 49 – 39.
Framanaf þriðja leikhluta leiddi Stjarnan með um 10 stigum og Keflvíkingar eltu. Hörku leikhluti hjá báðum liðum. Stjarnan endaði þó með tveim stigum meira en Keflavík og hafði því unnið fyrstu þrjá leikhlutanna. Staðan fyrir fjórða leikhluta 74 – 62.
Það var ljóst að Keflavík beið mikil vinna ætluðu þeir sér eitthvað úr þessum leik. Stjörnumenn gerðu vel og voru ekki að hleypa Keflvíkingum að sér. Keflvíkingar sóttu svo aðeins í sig veðrið á lokamínútunum og komust mest 6 stigum frá heimamönnum þegar um 3 mínútur voru eftir. Gunnar Ólafsson var rekinn úr húsi þegar um 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Lengra komust gestirnir ekki og nokkuð öruggur sigur Stjörnurnar í höfn. Lokatölur 98 – 83.
Byrjunarlið:
Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson, Ægir Þór Steinarsson, Antti Kanervo, Tómas Þórður Hilmarsson og Brandon Rozzell.
Keflavík: Gunnar Ólafsson, Mndaugas Kacinas, Reggie Dupree, Hörður Axel Vilhjálmsson og Michael Craion.
Þáttaskil:
Stjörnumenn unnu alla leikhluta og leiddu megnið af leiknum.
Tölfræðin lýgur ekki:
Keflavík var með 19 tapaða bolta á móti 9 töpuðum hjá heimamönnum. Það gerði gæfumuninn í kvöld.
Hetjan:
Michael Craion sem var seinn af stað skilaði ágætum leik, 22 stig og 9 fráköst. Mindaugas Kacinas var klárlega besti maðurinn á vellinum og setti 30 stig og tók 10 fráköst. Antti Kanervo átti fínan leik og setti 19 stig. Ægir Þór Steinarsson og Collin Anthony Pryor voru góðir í kvöld en Brandon Rozzell var bestur heimamanna og setti 32 stig.
Kjarninn:
Keflavík var ekkert að spila neitt sérstaklega illa. Þeir voru þó ekki að spila vel heldur. Stjarnan hins vegar var alveg frábær í þessum leik. Ef Stjörnumenn spila svona áfram er ekkert lið að fara sigra þá.
Viðtöl: