spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHaukar með öflugan sigur í botnslagnum

Haukar með öflugan sigur í botnslagnum

Botnslagur Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld þar sem tvö neðstu liðin Breiðablik og Haukar mættust.

Eftir tiltölulega jafnan fyrsta leikhluta stungu Haukar af í öðrum leikhluta og náðu 14 stiga forystu í hálfleik. Botnlið Blika áttu ekki svör við baráttu Hauka og komust ekki nær liðinu í seinni hálfleik.

Sigur Hauka þýðir að liðið jafnar Skallagrím að stigum í sjötta sæti með 10 stig. Liðið hefur unnið tvo leiki í janúar og eru á góðri leið með að tryggja áframhaldandi sæti í deildinni.

Blikar eru enn með einn sigur á botninum og staðan orðin ansi erfið á botninum. Liðið er nú átta stigum frá öruggu sæti en liðið hefur nú tapað innbyrgðisviðureigninni gegn Haukum.

Tölfræði leiksins.

Breiðablik-Haukar 70-90 (15-19, 9-19, 20-25, 26-27)

Breiðablik: Sanja Orazovic 18/6 fráköst, Ivory Crawford 18/12 fráköst/3 varin skot, Maria Florencia Palacios 10/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 8, Sóllilja Bjarnadóttir 7/5 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 3, Melkorka Sól Péturdóttir 0, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 0, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0, Hafrún Erna Haraldsdóttir 0.

Haukar: LeLe Hardy 19/21 fráköst/8 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 17/4 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 16/7 fráköst, Klaziena Guijt 16/4 fráköst, Magdalena Gísladóttir 9, Rósa Björk Pétursdóttir 7, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4, Karen Lilja Owolabi 2, Sigrún Björg Ólafsdóttir 0, Kolbrún Eir Þorláksdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -