spot_img
HomeFréttirÚrslit: Boogie Cousins mættur aftur út á gólfið

Úrslit: Boogie Cousins mættur aftur út á gólfið

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Staples höllinni í Los Angeles töpuðu heimamenn í Clippers fyrir meisturum Golden State Warriors. Leikur sem áhugaverðastur var fyrir þær sakir að hann var sá fyrsti sem að framherjinn Boogie Cousins leikur fyrir félagið, en hann sleit hásin í leik fyrir New Orleans Pelicans fyrir rúmu ári síðan. Stóð hann sig nokkuð vel í þessum fyrsta leik sínum, skilaði 14 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum á aðeins um 15 mínútum spiluðum.

https://twitter.com/WorldWideWob/status/1086470583095881728

Atkvæðamestur í liði meistaranna var Kevin Durant með 24 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir heimamenn var það Tobias Harris sem dróg vagninn með 28 stigum, 9 fráköstum og 2 stoðsendingum.

https://www.youtube.com/watch?v=tjpMVsqOzls

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Memphis Grizzlies 116 – 122 Boston Celtics

Miami Heat 93 – 98 Detroit Pistons

Brooklyn Nets 117 – 115 Orlando Magic

San Antonio Spurs 116 – 113 Minnesota Timberwolves

Cleveland Cavaliers 99 – 115 Utah Jazz

Golden State Warriors 112 – 94 LA Clippers

New Orleans Pelicans 112 – 128 Portland Trail Blazers

Fréttir
- Auglýsing -