Í kvöld fór fram leikur Skallagríms og Breiðabliks í Borgarnesi í 16. umferð dominos deildar kvenna.
Fyrsti leikhluti byrjaði mikið betur fyrir heimamenn og náðu þær strax góðri forystu. Blikar voru ekki alveg að spila eftir bestu getu og var vörnin hreint út sagt slök. Þær náðu aðeins að laga hana til í seinni hluta leikhlutans en Skallagrímur hélt forystunni.
Í öðrum leikhluta hélt Skallagrímur að spila vel og náðu að komast lengra og lengra framúr Blikum. Staðan í hálfleik 50-33 fyrir Skallagrím
Í þriðja leikhluta hélt Skallagrímur að rúlla yfir Blika á öllum stöðum vallarins. Blikar voru óagaðar og ekki að spila vel og gengu Skallagrímur á lagið.
Í fjórða leikhluta náðu Blikar aðeins að ranka við sér og fór að spila mun betur. Skallagrímur voru að spila mun verr en í hinum leikhlutunum en héldu samt alltaf í þægilegt forskot og lokatölur úr Borgarnesi 10 stiga sigur Skallagríms, 84-74.
Besti maður vallarins var Ines Kerin hjá Skallagrím. Hún var með 24 stig og 5 stoðsendingar. Hún var með 8/12 úr þriggja stiga og átti góðann leik.
Hjá Blikum var Ivory Crawford stigahæst með 21 stig.
Fínn leikur hjá Skallagrím sem eru í 6. sæti eftir leikinn en Blikar eru ennþá í botnsætinu.
Umfjöllun: Guðjón Gíslason