Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í Staples höllinni í Los Angeles lögðu heimamenn í Lakers lið Chicago Bulls með 107 stigum gegn 100. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn og þrátt fyrir að Bulls hafi tapað sjö leikjum í röð fyrir leik næturinnar, áttu þeir góðan möguleika á að stela sigri.
Lið Lakers hefur verið án LeBron James síðustu 11 leiki vegna meiðsla í nára, eða allt frá því í jóladagssigri liðsins á meisturum Golden State Warriors. Samkvæmt heimildum er þó talið líklegt að hann sé að verða klár á nýjan leik. Verður endurmetinn á miðvikudaginn og mögulega með liðinu á fimmtudag gegn Oklahoma City Thunder.
Atkvæðamestur fyrir Lakers í leik næturinnar var leikstjórnandinn Lonzo Ball, en hann skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Fyrir Bulls var það sá finnski sem dróg vagninn, Lauri Markkanen með 17 stig og 3 fráköst.
https://www.youtube.com/watch?v=P_y5azrZnPs
Úrslit næturinnar:
Phoenix Suns 97 – 131 Indiana Pacers
Minnesota Timberwolves 107 – 149 Philadelphia 76ers
Oklahoma City Thunder 126 – 142 Atlanta Hawks
Miami Heat 86 – 124 Milwaukee Bucks
Golden State Warriors 142 – 111 Denver Nuggets
Chicago Bulls 100 – 107 Los Angeles Lakers