spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKeflvíkingar upp að hlið KR í toppsætinu eftir sigur í Hólminum

Keflvíkingar upp að hlið KR í toppsætinu eftir sigur í Hólminum

Keflavík lagði Snæfell fyrr í kvöld í Stykkishólmi með 82 stigum gegn 78 í fyrsta leik 16. umferðar Dominos deildar kvenna. Liðin jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar fyrir leikinn, einum sigurleik frá KR í toppsætinu. Eftir leikinn er Keflavík því búið að stilla sér upp að hlið KR, sem á þó leik til góða gegn Stjörnunni á miðvikudaginn.

Það voru heimastúlkur í Snæfell sem byrjuðu leik dagsins betur. Leiddu með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo við þá forystu sína og fóru með 12 stig til búningsherbergja í hálfleik, 42-30.

Strax í upphafi seinni hálfleiksins náðu gestirnir úr Keflavík að rétt sinn hlut. Komu forystu Snæfells niður í 2 stig fyrir lokaleikhlutann, 57-55. Í honum létu þær svo kné fylgja kviði og sigruðu að lokum með 4 stigum, 78-82.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Brittanny Dinkins, en hún skoraði 41 stig, tók 14 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Fyrir Snæfell var það Kristen McCarthy sem dróg vagninn með 25 stigum, 10 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)

 

Snæfell-Keflavík 78-82

(20-15, 22-15, 15-25, 21-27)

Snæfell: Angelika Kowalska 27/5 fráköst, Kristen Denise McCarthy 25/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 6, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Katarina Matijevic 4/13 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Andrea Bjort Olafsdottir 0, Tinna Alexandersdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0.

Keflavík: Brittanny Dinkins 41/14 fráköst/9 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 18, Bryndís Guðmundsdóttir 10/8 fráköst/8 stoðsendingar, Irena Sól Jónsdóttir 7/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 2, María Jónsdóttir 1, Erna Hákonardóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Anna Ingunn Svansdóttir 0, Lovísa Íris Stefánsdóttir 0.
Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Agnar Gudjonsson, Georgia Olga Kristiansen

Fréttir
- Auglýsing -