spot_img
HomeFréttirDagný Lísa öflug í sigri Niagara

Dagný Lísa öflug í sigri Niagara

Háskólaboltinn í Bandaríkjunum er farinn af stað aftur eftir hátíðarnar og eru íslensku leikmennirnir þar ytra á ferð og flugi.

Hvergerðingurinn Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur verið að spila vel fyrir lið Niagara háskólans í vetur. Síðasta fimmtudag lék liðið gegn Saint Peter’s.

Niagara vann öruggan sigur í leiknum 75-66 þar sem frábær fyrri hálfleikur skóp sigurinn. Dagný Lísa var öflug í leiknum og endaði með 10 stig og 6 fráköst á þeim 12 mínútum sem hún lék.

 

Fréttir
- Auglýsing -