KR sigraði Keflavík í kvöld með 4 stigum, 80-76, í þrettándu umferð Dominos deildar karla. Eftir leikinn færist KR því upp fyrir Keflavík í töflunni, úr því fimmta upp í það fjórða. Keflavík hrynur hinsvegar niður um tvö sæti, en eftir að hafa verið í þriðja sæti deildarinnar fyrir umferðina, eru þeir nú í því fimmta.
Karfan spjallaði við leikmann KR, Jón Arnór Stefánsson, eftir leik í DHL höllinni.