spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSelfoss byrjar árið á sigri

Selfoss byrjar árið á sigri

Selfoss vann góðan útisigur á Snæfell í 1 deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Selfoss steig á beinsíngjöfina þegar leið á.

Gangur leiksins

Hólmarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu 8-0 forystu strax í byrjun. Selfyssingar komu sér hægt og rólega inn í leikinn og voru komnir yfir í lok fyrsta. Sóknirnar voru fínar hjá báðum liðum þó svo að hitnin hefði getað verið betri. Þegar fyrsti leikhluti kláraðist var staðan 14-16 fyrir gestina. Annar leikhlutinn var í svipuðu jafnvægi en gestirnir aðeins sterkari en heimamenn. Í hálfleik var staðan 28-37.

Selfyssingar fengu góða sendingu til baka úr Grindavík á dögunum en Hlynur Hreinsson á án efa eftir að verða góð viðbót í fínt lið. Hann kemur með ró inn í leik þeirra og stjórnar honum eins og herforingi. Hlynur á greinilega eftir að stimpla sig betur inn.

Heimamenn sýndu oft á tíðum góða baráttu og sóknarleikurinn var oft á tíðum fallegur, gamli maðurinn Darell Flake var ferskur og tók 13 fráköst og þar 5 í sókn.

Það þarf kannski ekki að fara mörgum orðum um leikinn en liðin eru greinilega orðin ágætlega spilandi. Selfoss er með meiri breidd og fleiri leikmenn sem hafa verið á stóra sviðinu áður, þar í raun lá munurinn og Snæfell eru í rólegheitunum að slípast saman.

Munurinn hélst nánast í 5-8 stigum alveg fram í lok fjórða þegar Selfyssingar „stungu af“ og kláruðu leikinn með fjórtán stiga sigri 58-72. Snæfell því enn án sigurs en Selfoss að næla sér í sinn fimmta sigur og koma sér enn lengra frá botninum.

Ég verð að nefna allar óíþróttamannslegu villurnar, hvað er að gerast? Menn voru full ákafir að dæma þær að mínu mati en kannski er svona langt síðan ég taldi mig vita eitthvað um dómgæslu (broskall) áherslur breytast og eru greinilega orðnar full „soft“ að mínu mati að minnsta kosti.

Tölfræði leiksins 

Leikurinn á Snæfell TV

Umfjöllun: Gunnlaugur Smárason

Fréttir
- Auglýsing -