spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÞjálfari Snæfells í eins leiks bann

Þjálfari Snæfells í eins leiks bann

Aga-og úrskurðarnefnd KKÍ fundaði fyrr í vikunni þar sem tvö mál voru á boði nefndarinnar.

Helst ber að nefna að Vladimir Ivankovic þjálfari Snæfells fékk sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar. Þetta var þegar Snæfell mætti liði Fjölnis fyrir nærru mánuði síðan í 1. deild karla. Leikurinn fór fram 13. desember.

Hann tekur bannið út í kvöld er Snæfell fær Selfoss í heimsókn. Snæfell er í neðsta sæti 1. deildar karla og er án sigurs.

Fréttir
- Auglýsing -