spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHlynur yfirgefur Grindavík - Snýr aftur á Selfoss

Hlynur yfirgefur Grindavík – Snýr aftur á Selfoss

Líkt og greint var frá í nýjasta þætti Aukasendingunnar hefur Hlynur Hreinsson yfirgefið lið Grindavíkur í Dominos deild karla. Hann hefur ákveðið að söðla um og snúa aftur á Selfoss.

Hlynur er 26 ára leikstjórnandi sem leikið hefur með liði FSu síðustu árin við góðan orðstýr. Hann er alinn upp í Snæfell en hefur einnig leikið á Ísafirði.

Samkvæmt heimasíðu Selfoss segir að Hlynur hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sýna sig það sem af er keppnistímabili. Hann lék að meðaltali rúmar 9 mínútur og var með 1,2 stig í leik fyrir Grindavík.

Þá segir á heimasíðu Selfoss: „Hlynur hefur undanfarin ár verið í framvarðarsveit Selfossliðsins og iðulega yljað stuðningsmönnum þess með góðum leik og flottum tilþrifum.“

Selfoss gerði einnig breytingar á erlendum leikmönnum sínum en Chaed Brandon Wellian og Marvin Smith Jr hafa samið við liðið. Selfoss situr í 6. sæti 1. deildar karla sex stigum á eftir næsta liði.

Fréttir
- Auglýsing -