spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaRagna Margrét sneri aftur í kvöld

Ragna Margrét sneri aftur í kvöld

Fimmtánda umferð Dominos deildar kvenna fór fram í kvöld. Í Keflavík unnu heimakonur góðan sigur á Stjörnunni eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn. Keflavík heldur því í við topplið KR en Stjarnan fjarlægist úrslitakeppnissæti.

Góðu fréttirnar fyrir Stjörnuna og auðvitað körfuboltaáhugafólk allt er að miðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir sneri á völlinn á ný.

Höfuðhögg hafa haldið Rögnu Margréti frá leik síðan snemma ársins 2018 og ákvað hún að taka sér pásu frá boltanum í sumar. Hún hefur leikið með Stjörnunni síðustu ár og verið með liðinu síðustu vikur.

Ragna Margrét á að baki 43 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur verið í stóru hlutverki þar síðustu ár. Hún hafði ekki tímasett endurkomu sína en hafði æft með Stjörnunni síðustu vikur.

Ragna Margrét var með sjö stig og fimm villur á þeim tólf mínútum sem hún lék. Þá vann Stjarnan þær mínútur sem hún var með liðinu með 13 stigum. Því er ljóst að hún hefur og mun hafa mikil áhrif á lið Stjörnunnuar sem liggur í fimmta sæti Dominos deildar kvenna.

Fréttir
- Auglýsing -