spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaKR rígheldur í toppsæti deildarinnar

KR rígheldur í toppsæti deildarinnar

Topplið KR sigraði í kvöld lið Íslandsmeistara Hauka með 80 stigum gegn 70 í 15. umferð Dominos deildar kvenna. Eftir leikinn er KR sem áður í toppsæti deildarinnar meðð 22 stig, tveimur stigum á undan Keflavík og Snæfell sem deila 2.-3. sætinu. Haukar eru hinsvegar með 8 stig og deila áfram í 6.-7. sætinu með Skallagrím.

Það voru gestirnir úr Vesturbænum sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 22-9. Heimastúlkur í Haukum vakna þá aðeins til lífsins undir lok fyrri hálfleiksins, en þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er KR þó enn með 7 stiga forystu, 37-30.

Í upphafi seinni hálfleiksins reyndu Haukar hvað þær gátu til þess að vinna niður forystu KR. Tapa leikhlutanum þó með tveimur stigum og eru því níu undir fyrir lokaleikhlutann, 62-53. Í honum gerði KR svo það sem þurfti til þess að sigla lokum öruggum 10 stiga sigri í höfn, 80-70.

Kiana Johnson var atkvæðamest í lið KR í kvöld, skoraði 35 stig, tók 16 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 4 boltum á rúmum 37 mínútum spiluðum. Fyrir Hauka var það LeLe Hardy sem dróg vagninn með 30 stigum og 18 fráköstum.

Tölfræði leiks

Haukar-KR 70-80

(9-22, 21-15, 23-25, 17-18)

Haukar: LeLe Hardy 30/18 fráköst/7 stolnir, Klaziena Guijt 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 14/4 fráköst/5 stoðsendingar, Magdalena Gísladóttir 6, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3, Rósa Björk Pétursdóttir 2/4 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 1, Kolbrún Eir Þorláksdóttir 0, Karen Lilja Owolabi 0, Bríet Lilja Sigurðardóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0.

KR: Kiana Johnson 35/16 fráköst/5 stoðsendingar, Orla O’Reilly 26/6 fráköst/6 stoðsendingar, Vilma Kesanen 8, Unnur Tara Jónsdóttir 6, Perla Jóhannsdóttir 5, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Ástrós Lena Ægisdóttir 0, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -