spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaTísti Clinch vísað til aganefndar: „Ber alltaf virðingu fyrir dómurum“

Tísti Clinch vísað til aganefndar: „Ber alltaf virðingu fyrir dómurum“

Það vakti nokkra athygli síðasta mánudag þegar leikmaður Grindavíkur Lewis Clinch birti tíst þar sem hann gagnrýndi dómara leiks Keflavíkur og Njarðvíkur harðlega. 

Vísir.is greinir frá því fyrr í dag að stjórn KKÍ hafi ákveðið að vísa ummælunum til aga-og úrskurðarnefndar KKÍ. „Stjórn KKÍ finnst þarna vera að vega að starfsheiðri dómara, “ sagði Hannes S. Jónsson formaður KKÍ við Vísi.

Hannes bætti við: „Við reynum að sýna því skilning sem sagt er í hita leiksins eða strax eftir leik en þarna er maður að tjá sig sem kemur ekki nálægt leiknum. Það var ekki hægt annað en að senda þetta til Aga- og úrskurðanefndar.“

Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni í morgun en tjáði sig um málið í færslu sem hann merkti Körfuna og KKÍ í áðan þar sem hann segir.

„Ég var ómeðvitaður um að ég gæti ekki verið aðdáandi og sagt mínar skoðanir á körfubolta. Ég ber alltaf virðingu fyrir dómurum í leiknum, jafnvel þegar ég er ekki sammála dómum. Ég var ekki meðvitaður um neinar reglur sem þið hafið um ummæli um alla leiki.“

„Einnig var ég ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta. Það er glatað að ég geti skrifað eitthvað á netið og lent í vandræðum fyrir á meðan leikmenn geta sýnt dómurum óvirðingu í andlitið þeim og það er í lagi. Mikil ást á alla dómara á Íslandi.“

Áhugavert verður að sjá hver lendingin verður í þessu máli en ekki mikið fordæmi er fyrir slíkum málum í íslenskum körfubolta. Búast má við að aganefnd taki málið fyrir í næstu viku.

Fréttir
- Auglýsing -