spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaUrald King: Stundum gerast meiðslin einfaldlega

Urald King: Stundum gerast meiðslin einfaldlega

Miðherji Tindastóls, Urald King, meiddist á ökkla í 98-90 tapi liðsins fyrir Þór á dögunum. Samkvæmt honum var hann að fara upp í að verja skot leikmanns Þórs, þegar hann lenti illa og snéri á sér ökklann. Segir hann ennfrekar þetta ekki hafa verið hvernig hann vildi byrja árið, en að stundum gerist meiðslin einfaldlega.

King fór í barneignaleyfi eftir leik Tindastóls gegn Stjörnunni þann 16. nóvember síðastliðinn og meiddist hann því eftir aðeins tæpar 20 mínútur í endurkomuleik sínum. Segist hann vera að vinna í endurhæfingu þessa dagana og að hann vonist til þess að geta náð næsta leik, sem er á fimmtudaginn. Mun Tindastóll þá mæta fyrrum liðsfélögum King úr Val, en þar lék hann síðustu tvö tímabil, fyrst í fyrstu deildinni, en á því síðasta á sínu fyrsta í Dominos deildinni.

King hefur farið mikinn í þeim leikjum sem hann hefur leikið með Tindastóli í vetur, skilað 21 stigi, 12 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í þeim 8 leikjum sem hann hefur spilað.

Fréttir
- Auglýsing -