spot_img
HomeFréttirÚrslit: 27 stig Luka ekki nóg gegn Lakers

Úrslit: 27 stig Luka ekki nóg gegn Lakers

Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í American Airlines höllinni í Dallas lágu heimamenn í Mavericks fyrir Los Angeles Lakers, 97-107. Leikurinn nokkuð kaflaskiptur, þar sem að Mavericks leiddu mest með 15 stigum, en þeir voru 13 stigum yfir í hálfleik, 67-54.

Atkvæðamestir fyrir Lakers í leiknum voru Brandon Ingram og Lonzo Ball. Ingram með 29 stig, 3 fráköst og 6 stoðsendingar, en Ball 21 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá átti Josh Hart mjög góðan leik með 14 stig, 12 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

Fyrir heimamenn í Mavericks var það nýliðinn Luka Doncic sem dróg vagninn með 27 stigum og 8 fráköstum, miðherjinn og Íslandsvinurinn DeAndre Jordan honum næstur með 10 stig, 19 fráköst og 3 varin skot.

https://www.youtube.com/watch?v=I2xC1NyrqRY

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

San Antonio Spurs 119 – 107 Detroit Pistons

Brooklyn Nets 95 – 116 Boston Celtics

Denver Nuggets 113 – 125 Houston Rockets

Utah Jazz 102 – 114 Milwaukee Bucks

Memphis Grizzlies 95 – 114 New Orleans Pelicans

Los Angeles Lakers 107 – 97 Dallas Mavericks

New York Knicks 101 – 111 Portland Trail Blazers

Orlando Magic 95 – 111 Sacramento Kings

Fréttir
- Auglýsing -