Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í Fiserv Forum í Milwaukee lágu heimamenn í Bucks fyrir Toronto Raptors, 116-123. Liðin þau tvö efstu í Austurströndinni fyrir leikinn, en Raptors þó enn í öðru sætinu þrátt fyrir sigurinn. Munar þó aðeins 0.4% á sigurhlutfalli þeirra, Bucks 71.1% það sem af er á meðan að Raptors eru í 70.7%.
Kawhi Leonard atkvæðamestur gestanna í nótt með 30 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, á meðan að Giannis Antetokounmpo skilaði 43 stigum og 18 fráköstum fyrir Bucks.
Úrslit næturinnar:
Charlotte Hornets 110 – 123 Denver Nuggets
Utah Jazz 110 – 105 Detroit Pistons
Dallas Mavericks 100 – 106 Philadelphia 76ers
New Orleans Pelicans 133 – 98 Cleveland Cavaliers
Toronto Raptors 123 – 116 Milwaukee Bucks
Memphis Grizzlies 88 – 108 San Antonio Spurs
Houston Rockets 101 – 110 Portland Trail Blazers
Golden State Warriors 127 – 123 Sacramento Kings