spot_img
HomeFréttirÚrslit: Kawhi og Pascal byrjuðu árið á persónulegum metum

Úrslit: Kawhi og Pascal byrjuðu árið á persónulegum metum

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Scotiabank höllinni í Toronto lögðu heimamenn í Raptors lið Utah Jazz, 122-116. Raptors sem stendur með næstbestan árangur allra liða í deildinni, 71,8%. Aðeins Milwaukee Bucks með betri árangur, 72,2%, en þeir sigruðu einnig leik sinn í nótt gegn Detroit Pistons, 121-98.

Stjörnur Raptors léku á alls oddi í leik næturinnar. Bæði Kawhi Leonard og Pascal Siakam settu persónuleg met í stigaskorun. Leonard með 45 stig skoruð og Siakam 28. Fyrir Jazz var það Jae Crowder sem dróg vagninn með 30 stigum og 6 fráköstum.

https://www.youtube.com/watch?v=3oJhf0HceQE

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Utah Jazz 116 – 122 Toronto Raptors

Detroit Pistons 98 – 121 Milwaukee Bucks

New York Knicks 108 – 115 Denver Nuggets

Portland Trail Blazers 113 – 108 Sacramento Kings

Philadelphia 76ers 119 – 113 LA Clippers

Fréttir
- Auglýsing -