spot_img
HomeFréttirÚrslit: Spurs settu 46 stig á Celtics í einum fjórðung

Úrslit: Spurs settu 46 stig á Celtics í einum fjórðung

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í AT&T höllinni í San Antonio sigruðu heimamenn í Spurs lið Boston Celtics nokkuð örugglega, 120-111. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik, fóru Spurs á flug í upphafi þess seinni. Settu 46 stig á Celtics í þriðja leikhlutanum. Komust þar með í þriðja sæti liða í skoruðum stigum í fjórðung á Celtics, en aðeins Cincinnati Royals (49 árið 1963) og Buffalo Braves (58 árið 1972) hafa sett fleiri.

Eins og svo oft áður í vetur var það framherjinn LaMarcus Aldridge sem var bestur í liði Spurs, skilaði 32 stigum, 9 fráköstum og 5 stoðsendingum í leiknum. Fyrir gestina frá Boston var Jaylen Brown atkvæðamestur með 30 stig og 4 fráköst.

https://www.youtube.com/watch?v=jMta5lDCMH4

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Atlanta Hawks 108 – 116 Indiana Pacers

Orlando Magic 100 – 125 Charlotte Hornets

Memphis Grizzlies 101 – 113 Houston Rockets

Boston Celtics 111 – 120 San Antonio Spurs

Minnesota Timberwolves 114 – 123 New Orleans Pelicans

Dallas Mavericks 102 – 122 Oklahoma City Thunder

Golden State Warriors 132 – 109 Phoenix Suns

Fréttir
- Auglýsing -