Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Upphaflega áttu þeir að vera þrettán, en vegna Covid-19 var leik Oklahoma City Thunder og Houston Rockets frestað. Allir voru leikirnir þeir fyrstu sem liðin spila á þessu tímabili, en deildin fór formlega af stað í fyrradag með tveimur opnunarleikjum þegar að Clippers lögðu Lakers og Nets kjöldrógu Warriors.
Í Denver töpuðu heimamenn í Nuggets nokkuð óvænt fyrir Sacramento Kings eftir framlengdan leik, 122-124. Líkt og tölurnar gefa til kynna var spennan nokkuð mikil undir lok leiksins og var það aðeins lokakarfa Buddy Hield sem skildi liðin að.
Úrslit næturinnar
Charlotte Hornets 114 – 121 Cleveland Cavaliers
New York Knicks 107 – 121 Indiana Pacers
Miami Heat 107 – 113 Orlando Magic
Washington Wizards 107 – 113 Philadelphia 76ers
Milwaukee Bucks 121 – 122 Boston Celtics
New Orleans Pelicans 113 – 99 Toronto Raptors
Atlanta Hawks 124 – 104 Chicago Bulls
San Antonio Spurs 131 – 119 Memphis Grizzlies
Detroit Pistons 101 – 111 Minnesota Timberwolves
Sacramento Kings 124 – 122 Denver Nuggets
Utah Jazz 120 – 100 Portland Trail Blazers
Dallas Mavericks 102 – 106 Phoenix Suns
Oklahoma City Thunder – Houston Rockets frestað