Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers lögðu í kvöld Rogers State Hillcats í bandaríska háskólaboltanum, 71-78. Tigers eftir leikinn með 50% vinningshlutfall það sem af er tímabili, þrjá unna leiki og þrjá tapaða.
Á 27 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Bjarni Guðmann 11 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og 3 vörðum skotum. Hér fyrir neðan má sjá eina skemmtilega vörslu hans úr leiknum. Tigers eru nú komnir í frí út árið, en næst munu þeir mæta Central Oklahoma Bronchos þann 2. janúar.