spot_img
HomeFréttirBirna og Bearcats töpuðu seinni leik sínum gegn Stony Brook

Birna og Bearcats töpuðu seinni leik sínum gegn Stony Brook

Birna Valgerður Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats máttu þola sitt annað tap um helgina fyrir Stony Brook Seawolves í bandaríska háskólaboltanum í kvöld, 47-55. Bearcats því búnar að tapa fjórum leikjum það sem af er tímabili, en leita enn að fyrsta sigrinum.

Birna hafði heldur hægar um sig í stigaskorun í kvöld heldur en í fyrri leiknum. Þá setti hún 13 stig, en í kvöld voru þau aðeins 2. Við það bætti hún svo 2 fráköstum og stoðsendingu. Næst leikur liðið þann 27. desember gegn UMBC Retrievers.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -